Svona hegðun er kennarastéttinni til skammar

Ég er sjálfur menntaður kennari og kenndi í tæpa tvo áratugi.  Á þeim tíma þurfti ég oft að rökræða vinnutíma kennara við fólk og foreldar út um víðan völl.  Nú hef ég unnið við annað í aðra tæpa tvo áratugi og aldrei hefur nokkur maður rætt um vinnutíma við mig.  Ef kennarastéttin ætlar einhvern tíma að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, verður hún að sýna fram á vinnuframlag sitt.  Besta ráðið til þess er að mæla hann - og að kennarar vinni sína vinnu á vinnustað.  Það er sjálfsögð krafa frá kennurum að vinnuaðstaða þeirra í skólunum sé með þeim hætti að þeir geti unnið þar utan kennslutíma.  Ég skora á kennara að taka stimpilklukkunni opnum örmum.  Ég skora líka á þá að standa fast á því að greitt sé fyrir þann tíma sem klukkan sýnir.
mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

... og hætta svo bara að kenna þegar að vinnutímar skólaársins er upp urnir í febrúar, nema gegn yfirvinnutaxta? Held að þessar tilraunir til að pressa öllum vinnutíma kennara inn í 8-16 vinnutíma sé til þess falin að rústa gæði kennslu, enda margir kennarar oft mjög þreyttir eftir kennslu og hafa gott af því að taka frekar frí þá og vinna svo aukalega um kvöld eða helgar.

Héðinn Björnsson, 21.8.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Já, það væri kannski leið, að krefjast þess að fá allan vinnutímann greiddan. Þá er hætt við að grynnki fljótt í þeim sjóðum sem ætlað er að greiða kennurum laun.

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Tómas Þráinsson

Til þess að stimpilklukkan sé nothæf til að mæla vinnuframlag kennarans, þá þarf hann að hafa aðstöðu á vinnustað sínum, þ.e. skólanum, til þess að framkvæma allt það sem hann annars þarf að vinna heima hjá sér. Ef sú aðstaða verður ekki veitt, þá er ómögulegt að gera þessa vitlausu kröfu í skólastarfinu

Tómas Þráinsson, 22.8.2009 kl. 00:16

4 identicon

Mér þykir ekkert óeðlilegt við það að atvinnurekendur vilji fylgjast með því að kjarasamningar séu virtir.  Sérlega furðulegt að morgunblaðinu þyki þetta fréttnæmt.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Johnny B Good
Johnny B Good

Styð Liverpool - af því Bítlarnir eru þaðan.  Styð Skagamenn - af því að þeir eru bestir.  Finnst gaman að ræða um pólitík og fleira því tengdu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband