21.8.2009 | 15:14
Svona hegðun er kennarastéttinni til skammar
Ég er sjálfur menntaður kennari og kenndi í tæpa tvo áratugi. Á þeim tíma þurfti ég oft að rökræða vinnutíma kennara við fólk og foreldar út um víðan völl. Nú hef ég unnið við annað í aðra tæpa tvo áratugi og aldrei hefur nokkur maður rætt um vinnutíma við mig. Ef kennarastéttin ætlar einhvern tíma að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, verður hún að sýna fram á vinnuframlag sitt. Besta ráðið til þess er að mæla hann - og að kennarar vinni sína vinnu á vinnustað. Það er sjálfsögð krafa frá kennurum að vinnuaðstaða þeirra í skólunum sé með þeim hætti að þeir geti unnið þar utan kennslutíma. Ég skora á kennara að taka stimpilklukkunni opnum örmum. Ég skora líka á þá að standa fast á því að greitt sé fyrir þann tíma sem klukkan sýnir.
![]() |
Uppreisn gegn stimpilklukku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2009 | 10:51
Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn hafa "eigin sýn" á pólitík
Þeir álíta að opinberar stöður séu fyrir eigin flokksgæðinga. Þeir segja 2 ríkisbönkum að lána vafasömum mönnum peninga til að kaupa viðkomandi banka - svona í kross. Nú fara menn vonandi að hætta að tala um IceSave og tala um tilurð þessara einkabanka. Það þarf að spyrja Hrein Loftsson og Steingríma Ara Arason af hverju þeir hafi hætt í einkavæðingarnefnd. Það þarf að taka fyrrverandi viðskiptaráðherra í þriðju gráðu yfirheyrslu um framkvæmd söluferlis - o.s.frv. Þarna kemur enn einu sinni í ljós að hæfni skiptir ekki máli - heldur flokkslitur.
![]() |
Metin hæfust en ekki boðin staðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 404
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar