12.2.2008 | 16:34
Villi - farðu heim
Manstu hvað þú sagðir um Þórólf Árnason á sínum tíma. Hann var bara vesæll millistjórnandi sem gerði það sem fyrir hann var lagt, annars hefði hann verið rekinn. Hins vegar sluppu yfirmennirnir vegna þess að löggjöfin um samráð var gölluð. Það er náttúrulega út í hött að refsa fyrirtækum en sleppa stjórnendum sem taka ákvarðanir. Það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum í þessu REI rugli. Nú er búið að kalla til siðlausan mann með 6527 atkvæði á bak við sig og gera hann að æðsta embættismanni borgarinnar. Þar kom að því er virðist apaköttur í stað apakattar. Hann ætlar að snúa Reykjavík til fortíðar og vernda allt sem hægt er að vernda. Reyndar hlýtur hann að missa skrifstofuna sína ef hann er sjálfum sér samkvæmur. Ráðhús Reykjavíkur er ljótt hús og algjörleg á skjön við allt í nánasta umhverfi þannig að það verður örugglega rifið - gott mál.
Varðandi þig Vilhjálmur þá lýsir það algjörum dómgreindarbresti að sitja áfram sem borgarfulltrúi - hvað þá oddviti. Hins vegar má virða þér það til vorkunnar að sextettinn sem með þér er er höfuðlaus her sem stjórnar engu og verður væntanlega hent um leið og þér.
Ég vil samt að endingu skora á Sextettinn að víkja Vilhjálmi úr oddvitasæti og svipta hann öllum nefndarstörfum til að gera hann að minnsta kosti áhrifalausan. Geir getur ekki sett sig upp á móti því eftir það sem á undan er gengið - mér þætti allavega gaman að sjá hann gera það. Þið hafið allt að vinna - engu að tapa og komið ykkur svo að verki.
Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.