Tökum upp Evru - göngum í ESB á morgun

Helst fyrir hádegi á morgun.  Það myndi leysa margan vandann.  Til dæmis myndum við losna við Davíð Oddsson á eftirlaun og vonandi úr opinberri umræðu.  Hann kemur örugglega með ótíðindi á morgun og dæsi yfir heimsku þjóðar sinnar - þessi líka besservisserinn.  Það myndi leysa þjóðina undan ánauð kvótakerfisins og gefa því möguleika að nýliðun yrði í stétt útgerðarmanna í stað núverandi miðaldalénsskipulags.  Umfram allt myndi það losa heimilin undan helsi okurlána sem eru lögvernduð af misvitrum alþingismönnum, núverandi kerfi er óþolandi og virkar t.d. alls ekki sem hagstjórnartæki.  Þar sem stýrivextir eru notaðir sem hagstjórnartæki er ekki verðtrygging.  Þar taka neytendur lán á háum eða lágum vöxtum sem eru óumbreytanlegir þar til lán er að fullu greitt.

Hér á landi hækka eða lækka vextir eftir duttlungum Davíðs Oddssonar sem nú er að koma efnahag landsins upp á blindsker.


mbl.is Kallar eftir skýrri evrustefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei takk, Ísland EKKI í Evrópusambandið. Þó svo að ýmis mál mættu hér betur fara, þá er svona einfeldnings áróður eins og sá að;  losna við Davíð, losna við kótakerfið og losna við háa vexti, losna við hátt vöruverð og svona patentlausnir frameftir götunum, alveg gersamlega útí hött. Það vantar bara að við myndum líka losna við fjárans kuldann og svo náttúrlega losna við rigninguna og árans snjókomuna líka. Fyrir utan að við myndum sjálfsagt líka losna við umferðarslys og glæpi, bara við það að ganga skilyrðislaust strax inní Evrópusambandið.

Fólk veit betur. Almennt þá eru lífskjör og velmegun mun betri hér á landi en í flestum ríkjum Evrópusambandsins. Atvinnuleysi miklu mun minna og gróska í atvinnulífinu einnig mun meiri. Þetta er allt þrátt fyrir að við erum ekki í ESB, sama á við um Noreg sem ekki er í ESB og hefur hafnað aðild tvisvar á síðustu 30 árum. Það eru nefnilegfa mjög margir ókostir fyrir vel meigandi smá þjóð eins og okkur við það að ganga í Evrópusambandið. Kostirnir eru hins vegar mjög fáir. Ég fagna alvöru rökræðum og umræðu um þessi mál og óttast hana ekki, því að ég held því fram að við andstæðingar aðildar höfum þar tögl og hagldir eftir því sem umræðan er opnari. Það hefur alla vega sýnt sig í Noregi. Andstaðan við aðild eykst alltaf eftir því sem Evrópusambands umræðan er meiri.

GI   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Yrði náttúrulega rosalega gott að eina hagstjórnartæki stjórnvalda yrði atvinna. það er í staðinn fyrir að hækka vexti á þenslu tímum þá myndu stjórnvöld skera niður ríkisútgjöld og segja upp starfsfólki.

Hver er stærsti vinnustaðurinn? Spítalarnir og önnu almanna þjónusta. rosalega gott að skera niður þar kannski um 1000 starfsmenn.

nei ég vil frekar háavexti heldur en atvinnuleysi og verðbólgu.

og já það er þér og mér að kenna að vextirnir eru háir. við erum að eyða eins og vitleysingar og neyslan er gríðarleg. án hárra vaxta væri verðbólgan örugglega kominn í yfir 30%.

Ekki gerast landráðsmaður fyrir 30 aura silfurs.  

Fannar frá Rifi, 13.2.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Johnny B Good
Johnny B Good

Styð Liverpool - af því Bítlarnir eru þaðan.  Styð Skagamenn - af því að þeir eru bestir.  Finnst gaman að ræða um pólitík og fleira því tengdu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband