10.4.2008 | 09:42
Skítareddingar Sjálfstæðisflokksins
Enn og aftur þarf þjóðin að taka á sig byrðar vegna efnahagsóstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Það fer að verða nauðsynlegt vegna öryggis þjóðarinnar að koma þessum flokki frá völdum. Efnahagsstjórn liðinna ára hefur byggst á fortíðarreddingum og þjónkun við útgerðarauðvald og spákaupmenn. Bankar voru "seldir" og kaupverð dugði ekki einu sinni fyrir málverkunum sem gleymdist að undanskilja við sölu. Síldarverksmiðjur Ríkisins voru seldar og söluverð nam ekki hagnaði á fyrsta ári hjá nýjum eigendum.
Það má ekki ræða um einu varanlegu lausnina - nei það skal stela öllu af þjóðinni fyrst.
Efnahagsstjórninni væri best borgið með því að Samfylkingin þegi segir Steingrímur Sigfússon - þetta lýsir nú best gáfnafarinu hjá þeim ágæta manni.
Sennilega á þjóðin ekki betra skilið - hún kaus þessi ósköp yfir sig.
Ætli sé enn möguleiki á að fá jarðnæði á Jótlandsheiðum - þetta er verra en Móðuharðindin forðum.
Seðlabankinn hækkar stýrivexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála þer
Steingrímur er alveg magnaður og segir bara það semhonum finnst. ég fíla hann alveg í botn. hvað er hægt að gera til að koma þessum bjánum frá stjórn ? veistu það ?
höfum við landinn ekkert um málefnin að segja ?
kveðja Linda
Linda Rós Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 09:48
Linda R.
Það kallast kosningar, ég hélt að allir yfir ~10 ára aldri vissu til hvers þær væru?
Jón (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.