Þarf ærlega tiltekt og naflaskoðun

Á síðustu 3 árum hafa komið upp 3 alvarleg mál í Austurríki.  Fyrst Kampusch sem var rænt og hún lokuð inni í 8 ár.  Það mál má að vísu fyrirgefa yfirvöldum.  Síðan finnast 3 börn í kjallara hjá geðsjúkri móður sem tók þau úr skóla og ól þau upp eins og dýr í myrkum kjallara.  Þar hverfa 3 börn úr skóla og úr samfélaginu án þess að yfirvöld geri nokkuð í málinu.  Síðan birtast 3 börn á tröppum hjá þessum Fritzl níðingnum án þess að yfirvöld rannsaki málið neitt frekar.

Þetta er vægast sagt afar slæleg frammistaða og þessu ríki til skammar.

Svo fær mig ekkert til að trúa því að þessi maður hafi verið án vitorðsmanns eða manna.  Hann kaupir mat og klæði á 4 án þess að nokkur verði þess var.

Hann er í kjallaranum löngum stundum.

Hann fer í löng frí - hver sá um tengslin á þeim tíma?

Hvað með úrgang?

 Alla vega er sofandahátturinn algjör.

Austurríkismenn - nú er komið að því að athuga alla kjallara landsins og að skrásetja landsmenn með upprunavottorði.

 


mbl.is Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er von að Evrópusinnar vilji að aðrir en Íslendingar ráði okkur.

Olafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Johnny B Good
Johnny B Good

Styð Liverpool - af því Bítlarnir eru þaðan.  Styð Skagamenn - af því að þeir eru bestir.  Finnst gaman að ræða um pólitík og fleira því tengdu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband