21.8.2009 | 15:14
Svona hegðun er kennarastéttinni til skammar
Ég er sjálfur menntaður kennari og kenndi í tæpa tvo áratugi. Á þeim tíma þurfti ég oft að rökræða vinnutíma kennara við fólk og foreldar út um víðan völl. Nú hef ég unnið við annað í aðra tæpa tvo áratugi og aldrei hefur nokkur maður rætt um vinnutíma við mig. Ef kennarastéttin ætlar einhvern tíma að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, verður hún að sýna fram á vinnuframlag sitt. Besta ráðið til þess er að mæla hann - og að kennarar vinni sína vinnu á vinnustað. Það er sjálfsögð krafa frá kennurum að vinnuaðstaða þeirra í skólunum sé með þeim hætti að þeir geti unnið þar utan kennslutíma. Ég skora á kennara að taka stimpilklukkunni opnum örmum. Ég skora líka á þá að standa fast á því að greitt sé fyrir þann tíma sem klukkan sýnir.
![]() |
Uppreisn gegn stimpilklukku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 359
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Fer yfir 44 ára feril á fjölunum í góðra vina hóp
- Fólk virðist ekki fá nóg af lögunum þeirra
- Raðmorðinginn er faðir minn!
- Heilbrigð og hamingjusöm á ný
- Ætla að sjá hvort sambandið sé eitthvað sem er þess virði að berjast fyrir
- Aðdáendur gagnrýna Grace Jackson fyrir nýjustu fegrunarmeðferðir
- Aron Can hljóp maraþon á mettíma
- Hjartaskerandi saga um ást í meinum
- Dr. Phil með áhyggjur af börnum Kardashian og West
- Einhvers konar skynfæraveisla
Viðskipti
- Barn að lögum
- Flotinn stækkar í 70-100 vélar árið 2037
- Svipmynd: Síaukin þörf fyrir meiri sérhæfingu
- Fengu á sig þúsundir lögsókna
- Lyfti félaginu á nýtt stig
- Ítarleg viðskiptaáætlun liggur fyrir
- Framleiðslan þáttaskil
- Óvissan vegna Trump verði ekki mikið lengur
- Mars opnar nýja skrifstofu
- Fréttaskýring: Hvernig gerum við börnin klár?
Athugasemdir
... og hætta svo bara að kenna þegar að vinnutímar skólaársins er upp urnir í febrúar, nema gegn yfirvinnutaxta? Held að þessar tilraunir til að pressa öllum vinnutíma kennara inn í 8-16 vinnutíma sé til þess falin að rústa gæði kennslu, enda margir kennarar oft mjög þreyttir eftir kennslu og hafa gott af því að taka frekar frí þá og vinna svo aukalega um kvöld eða helgar.
Héðinn Björnsson, 21.8.2009 kl. 15:50
Já, það væri kannski leið, að krefjast þess að fá allan vinnutímann greiddan. Þá er hætt við að grynnki fljótt í þeim sjóðum sem ætlað er að greiða kennurum laun.
Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 16:37
Til þess að stimpilklukkan sé nothæf til að mæla vinnuframlag kennarans, þá þarf hann að hafa aðstöðu á vinnustað sínum, þ.e. skólanum, til þess að framkvæma allt það sem hann annars þarf að vinna heima hjá sér. Ef sú aðstaða verður ekki veitt, þá er ómögulegt að gera þessa vitlausu kröfu í skólastarfinu
Tómas Þráinsson, 22.8.2009 kl. 00:16
Mér þykir ekkert óeðlilegt við það að atvinnurekendur vilji fylgjast með því að kjarasamningar séu virtir. Sérlega furðulegt að morgunblaðinu þyki þetta fréttnæmt.
Hjörleifur (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.