14.2.2008 | 09:21
Hlusta kl. 11 á sjálfsmæringar Davíðs Oddssonar
Mikið verður gott fyrir þjóðina að heyra um heimsku mannanna þegar Davíð Oddsson mun kveða upp úr með heimsku annarra en sjálfs sín. Þessi sjálfsskipaði sérfræðingur og alvitri bankastjóri sem var ráðinn til starfa að vel athuguðu máli þar sem hann sem sérfræðingur mat sjálfan sig sem hæfastan allra til að fara með stjórn peningamála í landinu. Hann mun væntanlega segja frá því hvað aðilar atvinnulífsins séu barnalegir að halda að hægt sé að liðka til fyrir hóflegum kjarasamningum með því að lækka stýrivexti sem eru að sliga fólk og fyrirtæki í landinu. Svo mun koma ræðan um heimsku þeirra sem vilja kasta þessari krónu hans.
Maður gæti bara gubbað ........
![]() |
Óbreyttir stýrivextir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2008 | 08:20
Vilhjálmur - stattu þig!
Nú vonum við bara að Sjálfstæðismenn burðist sem lengst með líkið í lestinni. Það skyldi þó aldrei fara svo að Sjálfstæðisflokkurinn færi illa út úr tveggja flokka ríkisstjórnarsamstarfi. Það er komin tími á það. Úrræðaleysi flokksins við að leysa eigin vandamál er algjört og hann geldur maklega fyrir það.
Síðan þarf bara að minna reglulega á það að spillingin er þarna alls ráðandi og m.a. borgarstjórnarflokkurinn sýnir það í verki að þar eru engar pólitískar hugsjónir eða markmið höfð að leiðarljósi. Þeir fulltrúar eru þar eingöngu til að maka eigin krók, og hugsa um það eitt að halda völdum.
![]() |
Samfylkingin stærst allra flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. febrúar 2008
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar