26.2.2008 | 10:55
Frítt í öll jarðgöng - eða gjöld í öll jarðgöng
Nú er nóg komið af gjaldtöku í einum jarðgöngum þegar aðrir fá að aka frítt. Þetta er ranglát og ósvífin skatttaka af hluta landsmanna, meðan aðrir fá að nota vegina án aukagjalds. Það að Hvalfjarðargöngum hafi eitthvað verið flýtt, réttlætir engan vegin gjaldtöku í þeim umfram önnur umferðarmannvirki. Ég vil líka benda á hvernig Færeyingar rukka í sín neðansjávargöng sem eru tvenn. Þar er myndavél sem tekur myndir af öllum bílum sem aka um göngin. Síðan geta menn valið um að hafa veglykil, borga gangnagjaldið á næstu bensínstöð samkvæmt myndatöku eða að fá sendan gíróseðil með tilheyrandi kostnaði. Á þennan hátt má innheimta gangnagjald í Strákagöngum, Norðfjarðargöngum, Ólafsfjarðargöngum, Vestfjarðagöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum og göngum undir Almannaskarð. Það er sjálfsögð krafa okkar sem aka daglega um Hvalfjarðargöng að aðrir borgi líka fyrir afnot af svipuðum mannvirkjum. Ef ekki, þá skora ég að bílstjóra að standa saman og aka um göngin án þess að greiða þar til allir borga fyrir afnot af jarðgöngum.
![]() |
Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. febrúar 2008
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar