Frítt í öll jarðgöng - eða gjöld í öll jarðgöng

Nú er nóg komið af gjaldtöku í einum jarðgöngum þegar aðrir fá að aka frítt.  Þetta er ranglát og ósvífin skatttaka af hluta landsmanna, meðan aðrir fá að nota vegina án aukagjalds.  Það að Hvalfjarðargöngum hafi eitthvað verið flýtt, réttlætir engan vegin gjaldtöku í þeim umfram önnur umferðarmannvirki.  Ég vil líka benda á hvernig Færeyingar rukka í sín neðansjávargöng sem eru tvenn.  Þar er myndavél sem tekur myndir af öllum bílum sem aka um göngin.  Síðan geta menn valið um að hafa veglykil, borga gangnagjaldið á næstu bensínstöð samkvæmt myndatöku eða að fá sendan gíróseðil með tilheyrandi kostnaði.  Á þennan hátt má innheimta gangnagjald í Strákagöngum, Norðfjarðargöngum, Ólafsfjarðargöngum, Vestfjarðagöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum og göngum undir Almannaskarð.  Það er sjálfsögð krafa okkar sem aka daglega um Hvalfjarðargöng að aðrir borgi líka fyrir afnot af svipuðum mannvirkjum.  Ef ekki, þá skora ég að bílstjóra að standa saman og aka um göngin án þess að greiða þar til allir borga fyrir afnot af jarðgöngum.
mbl.is Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og frítt í Herjólf líka takk fyrir.Þetta er að verða óþolandi mismunun.

Ragna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:16

2 identicon

Voðalega getur fólk verið tregt, Hvalfjarðargöngin voru einkaframkvæmd og eru í einkaeigu. Öll önnur göng á landinu voru byggð af opinberum aðilum fyrir opinbert fé og eru rekin af þessum sömu opinberu aðilum.

Þar af leiðandi er grundvallarmunur á möguleikum til gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum og öðrum göngum. Einkaaðilinn getur tekið gjald fyrir þjónustuna en opinberi aðilinn hefur verulega takmarkaðan rétt til gjaldtöku fyrir vegamannvirki sem greitt er fyrir með skattheimtu.

Hins vegar er ég sammála Rögnu að hinar ýmsu ferjur eins og Herjólfur, Sæfari og Sævar eru allar skilgreindar sem þjóðvegir og reknar fyrir hönd ríkisins og ætti því að sjálfsögðu að vera frítt í þær.

Gulli (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Johnny B Good
Johnny B Good

Styð Liverpool - af því Bítlarnir eru þaðan.  Styð Skagamenn - af því að þeir eru bestir.  Finnst gaman að ræða um pólitík og fleira því tengdu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 185

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband