Skipulagsvald úr höndum sveitafélaga

Ég tel einsýnt að skipulagsvald verði tekið úr höndum sveitarfélaga.  Bæði Akureyrarbær og Reykjavíkurborg hafa gert sig sek um valdníðslu gagnvart eigendum bygginga með fyrirvaralausum aðgerðum er varða friðun og byggingarrétt.  Slíkt er ekki líðandi.  Eins hafa sveitarfélög að gamanmáli vandræði íbúa stórra sveitarfélaga varðandi t.d. umferðarmannvirki eins og t.d. Garðabær gagnvart Hafnfirðingum.  Það er hætta á að eldri hús brenni oftar ef svo fer fram sem horfir.

Besta ráðið er að taka skipulagsvald úr höndum sveitarfélag og afhenda það ríkinu.  Eins myndi það auðvelda skipulag stórra svæða eins og t.d. Höfuðborgarsvæðisins. 


mbl.is Vandaðri stjórnsýslu gefið langt nef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt í öll jarðgöng - eða gjöld í öll jarðgöng

Nú er nóg komið af gjaldtöku í einum jarðgöngum þegar aðrir fá að aka frítt.  Þetta er ranglát og ósvífin skatttaka af hluta landsmanna, meðan aðrir fá að nota vegina án aukagjalds.  Það að Hvalfjarðargöngum hafi eitthvað verið flýtt, réttlætir engan vegin gjaldtöku í þeim umfram önnur umferðarmannvirki.  Ég vil líka benda á hvernig Færeyingar rukka í sín neðansjávargöng sem eru tvenn.  Þar er myndavél sem tekur myndir af öllum bílum sem aka um göngin.  Síðan geta menn valið um að hafa veglykil, borga gangnagjaldið á næstu bensínstöð samkvæmt myndatöku eða að fá sendan gíróseðil með tilheyrandi kostnaði.  Á þennan hátt má innheimta gangnagjald í Strákagöngum, Norðfjarðargöngum, Ólafsfjarðargöngum, Vestfjarðagöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum og göngum undir Almannaskarð.  Það er sjálfsögð krafa okkar sem aka daglega um Hvalfjarðargöng að aðrir borgi líka fyrir afnot af svipuðum mannvirkjum.  Ef ekki, þá skora ég að bílstjóra að standa saman og aka um göngin án þess að greiða þar til allir borga fyrir afnot af jarðgöngum.
mbl.is Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlusta kl. 11 á sjálfsmæringar Davíðs Oddssonar

Mikið verður gott fyrir þjóðina að heyra um heimsku mannanna þegar Davíð Oddsson mun kveða upp úr með heimsku annarra en sjálfs sín.  Þessi sjálfsskipaði sérfræðingur og alvitri bankastjóri sem var ráðinn til starfa að vel athuguðu máli þar sem hann sem sérfræðingur mat sjálfan sig sem hæfastan allra til að fara með stjórn peningamála í landinu.  Hann mun væntanlega segja frá því hvað aðilar atvinnulífsins séu barnalegir að halda að hægt sé að liðka til fyrir hóflegum kjarasamningum með því að lækka stýrivexti sem eru að sliga fólk og fyrirtæki í landinu.  Svo mun koma ræðan um heimsku þeirra sem vilja kasta þessari krónu hans.

Maður gæti bara gubbað ........


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur - stattu þig!

Nú vonum við bara að Sjálfstæðismenn burðist sem lengst með líkið í lestinni. Það skyldi þó aldrei fara svo að Sjálfstæðisflokkurinn færi illa út úr tveggja flokka ríkisstjórnarsamstarfi. Það er komin tími á það. Úrræðaleysi flokksins við að leysa eigin vandamál er algjört og hann geldur maklega fyrir það.

Síðan þarf bara að minna reglulega á það að spillingin er þarna alls ráðandi og m.a. borgarstjórnarflokkurinn sýnir það í verki að þar eru engar pólitískar hugsjónir eða markmið höfð að leiðarljósi. Þeir fulltrúar eru þar eingöngu til að maka eigin krók, og hugsa um það eitt að halda völdum.


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanada - flóttamannanýlenda fyrir misheppnaða borgarstjóra?

Auðvita ver Villi þangað - hann þyrfti helst að fara strax til að kynna sér starfið og vera í læri hjá Markúsi.  Villi - farðu á morgun.
mbl.is Markús Örn skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum upp Evru - göngum í ESB á morgun

Helst fyrir hádegi á morgun.  Það myndi leysa margan vandann.  Til dæmis myndum við losna við Davíð Oddsson á eftirlaun og vonandi úr opinberri umræðu.  Hann kemur örugglega með ótíðindi á morgun og dæsi yfir heimsku þjóðar sinnar - þessi líka besservisserinn.  Það myndi leysa þjóðina undan ánauð kvótakerfisins og gefa því möguleika að nýliðun yrði í stétt útgerðarmanna í stað núverandi miðaldalénsskipulags.  Umfram allt myndi það losa heimilin undan helsi okurlána sem eru lögvernduð af misvitrum alþingismönnum, núverandi kerfi er óþolandi og virkar t.d. alls ekki sem hagstjórnartæki.  Þar sem stýrivextir eru notaðir sem hagstjórnartæki er ekki verðtrygging.  Þar taka neytendur lán á háum eða lágum vöxtum sem eru óumbreytanlegir þar til lán er að fullu greitt.

Hér á landi hækka eða lækka vextir eftir duttlungum Davíðs Oddssonar sem nú er að koma efnahag landsins upp á blindsker.


mbl.is Kallar eftir skýrri evrustefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einu sinni nálægt Siglufirði

Þetta kemur örugglega ekki til greina af hálfu samgönguráðherra - þetta er ekki á leiðinni til Siglufjarðar.  Sennilega þurfa þessi gatnamót að vera þar til að þau komist í framkvæmt.  Sama hvað Villi og Gaukurinn (Ólafur F) segja.

Ég legg svo til að vegfarendur hætti að borga í Hvalfjarðargöngin ef ekki verður lagt á veggjald í Siglufjarargöngunum. 


mbl.is Mislæg gatnamót á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi - farðu heim

Manstu hvað þú sagðir um Þórólf Árnason á sínum tíma.  Hann var bara vesæll millistjórnandi sem gerði það sem fyrir hann var lagt, annars hefði hann verið rekinn.  Hins vegar sluppu yfirmennirnir vegna þess að löggjöfin um samráð var gölluð.  Það er náttúrulega út í hött að refsa fyrirtækum en sleppa stjórnendum sem taka ákvarðanir.  Það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum í þessu REI rugli.  Nú er búið að kalla til siðlausan mann með 6527 atkvæði á bak við sig og gera hann að æðsta embættismanni borgarinnar.  Þar kom að því er virðist apaköttur í stað apakattar.  Hann ætlar að snúa Reykjavík til fortíðar og vernda allt sem hægt er að vernda.  Reyndar hlýtur hann að missa skrifstofuna sína ef hann er sjálfum sér samkvæmur.  Ráðhús Reykjavíkur er ljótt hús og algjörleg á skjön við allt í nánasta umhverfi þannig að það verður örugglega rifið - gott mál.

Varðandi þig Vilhjálmur þá lýsir það algjörum dómgreindarbresti að sitja áfram sem borgarfulltrúi - hvað þá oddviti.  Hins vegar má virða þér það til vorkunnar að sextettinn sem með þér er er höfuðlaus her sem stjórnar engu og verður væntanlega hent um leið og þér.

Ég vil samt að endingu skora á Sextettinn að víkja Vilhjálmi úr oddvitasæti og svipta hann öllum nefndarstörfum til að gera hann að minnsta kosti áhrifalausan.  Geir getur ekki sett sig upp á móti því eftir það sem á undan er gengið - mér þætti allavega gaman að sjá hann gera það.  Þið hafið allt að vinna - engu að tapa og komið ykkur svo að verki.


mbl.is Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvern/hverja er oddvitasætinu haldið heitu

Ingu Jónu Þórðardóttur?   -   Varla

Guðfinnu Bjarnadóttur    -   kannski

Borgar Þór Einarsson    -   ætli það sé tilfellið? 

Alla vega trúi ég því ekki að Geir sé að vernda Vilhjálm af tómri væntumþykju


mbl.is Geir: „Tek afstöðu þegar þar að kemur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F hlýtur að vera hrifinn.

Ólafur F Magnússon borgrarstjóraleppur Sjálfstæðisflokksins hlýtur náttúruleg að vera mjög hrifinn af því að sitja í skjóli lygara og loddara sem einskis svífst til að halda völdum.  Eins virðist sextettinn ákaflega sáttur og ánægður - hvað ætli sannfæring þeirra kosti.  Það gæti líka verið að þessir 6527 séu með óbragð í munni yfir því að hafa stutt Ólaf F til valda, en Ólafur F gefur þeim þá bara Ópal og fær sér sálfur tvær, ekki veitir af.
mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Johnny B Good
Johnny B Good

Styð Liverpool - af því Bítlarnir eru þaðan.  Styð Skagamenn - af því að þeir eru bestir.  Finnst gaman að ræða um pólitík og fleira því tengdu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Feb. 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband